Flugpóstbréf með sjaldséðri frímerkingu sent í ábyrgðarpósti til Svíþjóðar árið 1962. Bréfið endursent til Íslands, ýmsar endursendingarmerkingar á báðum hliðum bréfsins.
AFBRIGÐI: „Strik útfrá efra hægra horni“ á 1,50 kr Sogsvirkjunarmerki á bréfi sem stimplað hefur verið á Hornafirði árið 1956. Afbrigði þetta sem m.a. er skráð í Facit er sjaldséð á bréfi. Úr safni Sigurðar Gestssonar heitins.