126 - BRÉF & PÓSTSAGA - Lýkur kl 15 sunnud. 23 mars
- Raða eftir: :
1931 - Ísland - 162-164 - Bréf
Einkar skemmtilegt fyrirtækjaumslag frá húsgagnaverslun í Reykjavík sem frímerkt hefur verið með heilu þriggja merkja setti af Zeppelin merkjum og sent með ZEPPELIN loftfarinu Graf Zeppelin frá Reykjavík til Þýskalands og svo áfram með venjulegum flugpósti til Danmerkur. Umslagið svo endursent til Íslands með ýmsum merkingum á báðum hliðum.
- Lot: 64162
1979 - Ísland - 555, 569 - Bréf
Minningarumslag um björgunarleiðangur vegna Northrop sjóflugvélar frá WW2 í Þjórsá. Frímerkt og stimplað á Íslandi með tilvísan í björgun flaksins, svipað gert í Noregi þar sem vélin var hluti norskrar flugherssveitar og flogið af norskum flugmanni og að lokum einnig frímerkt og stimplað í Bandaríkjunum þar sem vélin var í framhaldinu gerð upp.
- Lot: 64166