Bækur/verðlistar tengt söfnun - 2024 - FACIT SPECIAL CLASSIC 2024.
Nýjasta útgáfa sérhæfðs og ítarlegs verðlista yfir öll útgefin frímerki Norðurlandanna ásamt hinum ýmsu landssvæðum sem hafa tilheyrt Norðurlöndunum á einhverjum tímapunkti til og með árinu 1950. Texti verðlistans er hvoru tveggja á sænsku og ensku og telur 512 blaðsíður, allar myndir eru í lit. Viðmiðunarverð þau sem gefin eru upp í listanum eru í sænskum krónum. Í Íslandshluta listans má finna skráningu með viðmiðunarverði fyrir fjölmarga undirflokka íslenskrar „fílatelíu“ s.s. óstimpluð og stimpluð frímerki, frímerki á bréfum, fyrstadagsumslög, ýmis afbrigði, ýmsar gerðir póststimpla, heilpósta (bréfspjöld, loftbréf o.fl.), stimpilmerki, sparimerki, orlofsmerki, tollstimpluð frímerki, frímerkjahefti o.fl. Einnig eru í listanum spennandi greinar um ýmislegt tengt söfnun íslensks frímerkjaefnis.
Sjá