1897 - Ísland - 34v2 - Frímerki - Stimplað
Afar sjaldséð TVÖFÖLD YFIRPRENTUN af litlum „þrír“ á fimm aura merki í tökkun 13 sem einnig er yfirprentað með tölustafnum „3“. Merkið er ekki gallalaust eins og sjá má á myndinni en HIÐ SAMA Á VIÐ UM ÖLL ÖNNUR EINTÖK AF ÞESSU AFBRIGÐI. Öll þekkt eintök með slíkri tvöfaldri yfirprentun eiga að öllum líkindum uppruna sinn í sömu örk og öll eru þau líkt og þetta tiltekna eintak STIMPLUÐ Á SEYÐISFIRÐI. Merkið kemur úr sýningarsafni Johnny Pernerfors heitins. Afbrigði þetta er einungis merkt með stjörnu í Facit sökum sjaldgæfni.
  • Lot: 6657
ISK 80.000,00
Fjöldi boða: 10
Selt
1897 - Ísland - 36 - Snifsi
Vel miðjað og snyrtilegt merki með yfirprentuninni Litlir “þrír” á 5 aurum, stimplað á snifsi. Sérfræðivottorð frá Sven Grönlund fylgir merkinu.
  • Lot: 6658
ISK 28.000,00
Fjöldi boða: 1
Selt
1902-1903 - Ísland - 42bv1 - Frímerki - Óstimplað (óhengt)
ÖFUG YFIRPRENTUN á talsvert sjaldséðu 40 aura Í Gildi merki í tökkun 14. Það sem gerir merkið þó enn sérstakara er það að merkið er ÓHENGT og er ekki verðlagt sem slíkt í Facit verðlistanum. Facit fyrir hengt merki er um 26.000 ISK.
  • Lot: 6555
ISK 54.000,00
Fjöldi boða: 16
Selt
1902-1903 - Ísland - 44v2 - Frímerki - Óstimplað (hengt)
Par af 100 aura Í Gildi merki þar sem hægra merkið er með afbrigðinu " 02'-'03 " (í stað '02-'03). Mjög létt hengt. Sérfræðivottorð frá Grönlund fylgir. Facit ca 91.000 ISK. SJALDSÉÐ.
  • Lot: 6556
ISK 150.000,00
Fjöldi boða: 20
Selt
1902-1903 - Ísland - 49 - Frímerki - Óstimplað (hengt)
Einstaklega skökk og tilfærð „Í Gildi“ yfirprentun á pari af 3 aura merki (stórir 3) í tökkun 13. Létthengt. Svo umtalsverðar tilfærslur eru alls ekki algengar á nokkru verðgildi Í Gildi merkja. Úr safni Johnny Pernerfors heitins. SJALDSÉÐ.
  • Lot: 6558
ISK 32.000,00
Fjöldi boða: 13
Selt
1902-1903 - Ísland - 62a + 62b - Frímerki - Óstimplað (óhengt)
BÁÐIR LITIR 25 aura merkis með Í Gildi yfirprentun í óhengdum eintökum. Annað merkið með miðju í svokölluðum skýrbláum lit en hitt í grænbláum.
  • Lot: 6560
ISK 2.400,00
Fjöldi boða: 2
Selt
1902 - Ísland - 67 - Frímerki - Stimplað
10 aura Kristjáns IX merki, mjög fallega stimplað VESTMANNAEYJAR.
  • Lot: 6662
ISK 4.600,00
Fjöldi boða: 7
Selt
Ísland - 69 - Frímerki - Stimplað
Fallega miðjað 10 aura Kristjáns IX merki með vel staðsettum Reykjavíkurstimpli.
  • Lot: 6663
ISK 1.600,00
Fjöldi boða: 4
Selt
1902 - Ísland - 73 - Frímerki - Óstimplað (óhengt)
Hreinleg og falleg ÓHENGD horn fjórblokk af 1 kr Kristjáni IX.
  • Lot: 6562
ISK 3.500,00
Fjöldi boða: 1
Selt
1907 - Ísland - 76 - Frímerki - Stimplað
1 eyris Tvíkóngamerki með mjög vel staðsettum Reykjavíkurstimpli.
  • Lot: 6664
ISK 900,00
Fjöldi boða: 1
Selt
1922 - Ísland - 106 - Frímerki - Óstimplað (óhengt)
„ii í stað u“ í orðinu „aur“ (vantar þann hluta bókstafsins sem tengir hina tvo lóðréttu hluta hans) í yfirprentun efra vinstra merkis í óvenju vel miðjaðri ÓHENGDRI hornfjórblokk af 20/40 rauðlilla Tvíkóngamerki. 40 aura grunnmerkið er einmitt á meðal þeirra íslensku merkja sem oftast eru í hvað skelfilegastri miðjun. Facit einungis fyrir 4 merki er ca 26.000 ISK.
  • Lot: 6563
ISK 6.500,00
Fjöldi boða: 1
Selt
1911 - Ísland - 108 - Frímerki - Óstimplað (óhengt)
Öfugt Vatnsmerki á 1 eyris Jóns Sigurðssonarmerki frá 1911, merkið er ÓHENGT.
  • Lot: 6565
ISK 900,00
Fjöldi boða: 1
Selt
1911 - Ísland - 109 - Frímerki - Óstimplað (óhengt)
Öfugt Vatnsmerki á 3 aura Jóns Sigurðssonarmerki frá 1911, merkið er ÓHENGT.
  • Lot: 6566
ISK 1.300,00
Fjöldi boða: 4
Selt
1911 - Ísland - 113 - Frímerki - Stimplað
25 aura Jóns Sigurðssonar merki frá 1911 með einstaklega skýrum og fallegum stimpli ÞÓRSHÖFN B2c1.
  • Lot: 6666
ISK 1.800,00
Fjöldi boða: 2
Selt
1912 - Ísland - 114-120 - Frímerki - Óstimplað (óhengt)
ÓHENGT heilt sett af Friðrik VIII. Facit ca 87.000 ISK.
  • Lot: 6567
ISK 20.000,00
Fjöldi boða: -
Selt
1920-1922 - Ísland - 124-144 - Frímerki - Óstimplað (hengt)
Kristján X fyrri útgáfa, öll merkin óstimpluð, MJÖG LÉTT HENGD. Facit ca 101.000.
  • Lot: 6569
ISK 24.000,00
Fjöldi boða: 1
Selt
1920 - Ísland - 131 - Frímerki - Óstimplað (óhengt)
„Bókstafirnir M & E tengdir“ í orðinu „FRÍMERKI“ í vinstri hlið neðra hægra merkisins í fjórblokk af rauðu 10 aura Kristjáns X merki. Fjórblokkin með arkarjaðri úr neðra vinstra horni með prentnúmerinu (pappírsnúmerinu) No 143-Z, ÓHENGD. Þetta afbrigði er eitt af fáum sem skráð eru fyrir þessa útgáfu í Facit listanum.
  • Lot: 6570
ISK 5.500,00
Fjöldi boða: 4
Selt
1920 - Ísland - 143 - Frímerki - Stimplað
2 kr Kristjáns X merki úr fyrri útgáfunni með vel staðsettum Reykjavíkurstimpli, þokkalegir stimplar á þessu merki sjást sjaldan.
  • Lot: 6667
ISK 2.000,00
Fjöldi boða: 6
Selt
1932 - Ísland - 145 - Frímerki - Stimplað
Óvenju fallega stimplað Kristjáns X merki úr seinni seríunni.
  • Lot: 6669
ISK 1.000,00
Fjöldi boða: 2
Selt
1932 - Ísland - 151 - Frímerki - Óstimplað (óhengt)
Vel miðjað og fallegt ÓHENGT 10 aura Kristjáns X merki. Facit ca 65.000 ISK.
  • Lot: 6572
ISK 14.000,00
Fjöldi boða: -
Selt
1932 - Ísland - 154 - Frímerki - Óstimplað (hengt)
Fallegt 40 aura vínrautt Kristjáns X merki úr seinni seríu, hengt. Facit ca 26.000 ISK.
  • Lot: 6574
ISK 6.000,00
Fjöldi boða: -
Selt