INNSTUNGUBÆKUR, MÖPPUR, KASSETTUR & BLÖÐ: Höfum rétt í þessu VIRKJAÐ NETVERSLUNINA (fyrir beinar pantanir) á slíkum vörum og vinnum í að bæta við restinni af þeim vörum sem við eigum frá LINDNER og LEUCHTTURM á lager. Um áramót verður svo settur inn talsverður fjöldi vara í flokkana: Frímerki, Póstkort & Mynt & Seðlar, stefnan er að úrvalið muni svo aukast jafnt og þétt.

DAGSKRÁ:

Munið að skrá ykkur á tölvupóstlista til að fá tilkynningar um ný uppboð og uppboðslok. Sendið okkur tölvupóst: info@safnari.is

 

 

 

 

Um að selja í gegnum Safnari.is

Við hjá Íslensk Frímerki ehf. tökum að okkur sölumiðlun á ýmsum söfnunarmunum í gegnum uppboð á heimasíðu okkar Safnari.is gegn þóknun. Þjónustan er í boði fyrir aðila s.s. einstaklinga, fyrirtæki og dánarbú.

Uppboð á eftirfarandi söfnunarvörum eru að jafnaði einu sinni í mánuði: frímerkjaefni, póstkortum, mynt og seðlatengdu efni. Uppboð á öðrum söfnunarmunum en þeim sem nefndir eru hér að ofan eru að jafnaði annan hvern mánuð. Efni berist miðlara helst ekki síðar en 3 vikum fyrir fyrirhuguð uppboðslok nema með sérstöku samkomulagi.

Endilega hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar ef þú telur þig luma á einhverju sem hentugt  gæti verið að selja í gegnum uppboð hjá okkur.

 

Íslensk Frímerki ehf.

Tölvupóstur: info@safnari.is

Sími: 840-4944 og 823-0236