Skilmálar
- Raða eftir: :
Almennar upplýsingar:
Íslensk Frímerki ehf. (safnari.is) er sölumiðlari fyrir það uppboðsefni sem boðið er á síðunni fyrir reikning seljanda. Allt uppboðsefni er að fullu í eigu seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Verð á síðunni eru í íslenskum krónum, þó er hægt að fá fram umreiknuð verð í öðrum gjaldmiðlum á síðunni.
Uppboðsskilmálar:
1. Þátttaka í uppboðum á síðunni er fjárráða einstaklingum frjáls og án sérstaks kostnaðar (sé ekkert keypt). Miðlara er þó í sérstökum tilvikum heimilt (fyrir hönd seljanda) að neita móttöku boða s.s. sökum slæmrar viðskiptasögu viðkomandi.
2. Uppboðshlutir eru seldir hæstbjóðanda á netuppboði hér á síðunni. Hæstbjóðandi greiðir aldrei meira en sem nemur einu boðþrepi umfram næst hæsta boð.
Boðþrep eru eftirfarandi: 500-2.000 kr um 100 kr, 2.001-5.000 kr um 200 kr, 5.001-15.000 kr um 500, 15.001-30.000 kr um 1.000 kr, 30.001-60.000 kr um 2.000 kr, 60.001-100.000 kr um 4.000 kr, 100.001 og yfir um 5.000 kr.
Kaupandi greiðir 10% þóknun (að meðtöldum vsk) til sölumiðlara sem leggst á lokaverð vöru á uppboði.
3. Lokatími uppboðs kemur fram á vörusíðu viðkomandi hlutar/númers, fyrsta númer viðkomandi uppboðs lýkur á auglýstum tíma, því næsta 10 sekúndum síðar og svo koll af kolli þar til öll númerin eru seld. Þó ber að hafa í huga að uppboðstími framlengist sjálfkrafa um 3 mínútur berist boð þegar innan við 3 mínútur eru eftir af tíma.
4. Að uppboði loknu útbýr uppboðskerfið reikning þar sem kemur fram póstkostnaður auk hugsanlegs greiðslukostnaðar ef einhver er. Einnig er hægt að merkja við að keyptur varningur verði sóttur eftir tímapöntun hjá miðlara.
5. Hægt er að greiða fyrir kaup með öllum helstu greiðslukortum í gegnum örugga greiðslugátt á uppboðssíðu miðlara. Miðlari hefur engan aðgang að kortaupplýsingum þeim sem þar eru slegnar inn. Einnig er hægt að greiða inn á íslenskan bankareikning miðlara. Í undantekningartilfellum er einnig tekið við greiðslum með Paypal gegn 5% aukaþóknun, slíkt er þó aðeins mögulegt eftir samráð við miðlara.
6. Einungis er hægt að skila keyptum hlutum ef um er að ræða dulda ástandsgalla sem ekki koma fram á mynd eða í uppboðslýsingu viðkomandi hlutar. Endursenda/skila skal hlutum innan 72 klukkustunda frá því er þeir berast kaupanda, þó innan 14 sólarhringa frá uppboðslokum.
7. Héraðsdómur Reykjavíkur er úrskurðaraðili allra alvarlegri vafamála.
8. Öll boð á síðunni eru bindandi og með því að leggja boð hefurðu gengist undir ofangreinda skilmála.