1963 - Ísland - Bréf

HRÍMFAXA FLUGSLYSIÐ í Ósló þann 14. apríl árið 1963. Bréf frá Bretlandi sem var á leið með HRÍMFAXA, vél Flugfélags Íslands af gerðinni Vickers Viscount frá Kaupmannahöfn til Bergen fyrir fyrirhugað flug til Íslands. Vélin brotlenti um 4 kílómetrum frá Fornebuflugvelli í Ósló, alls fórust 12 manns í slysinu, 5 manna áhöfn vélarinnar auk allra 7 farþega hennar. Bréfi þessu sem bjargað var úr flakinu var að lokum komið til móttakandans á Íslandi með meðfylgjandi vélritaðri orðsendingu frá Póststofunni í Reykjavík. SLÍKIR HLUTIR ÚR FLUGSLYSUM ÍSLENSKRA FLUGVÉLA ERU AFAR SJALDAN TIL SÖLU.

Ekki er hægt að bjóða lengur.
Lokið 28.7.2024 17:10:37
Vinnandi boð: ISK 20.000,00
Sjá boðsögu: 1 boð
Sendingarkostnaður (21 gram)

Sótt eða sent með eldri pöntun: ISK 0,00

Lot: 63049 (A4ICE436)