Flugbréf sent frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, frímerkt með tveimur 15 aura Alþingishátíðar flugmerkjum. Bréfið móttökustimplað á Seyðisfirði 10.VII.30.
Sérprentað minningarkort um komu Lindberghhjónanna til Íslands árið 1933, stimplað í Reykjavík Á MEÐAN þau dvöldust þar (þann 17. ágúst). Kortið frímerkt með íslenskum frímerkjum og sent til Bandaríkjanna.
Flugbréf frá Luxembourg sent með fyrsta flugi Icelandic Airlines Loftleiðir leiðina: LUXEMBOURG-REYKJAVÍK-NEW YORK árið 1955. Bréfið móttökustimplað á Íslandi þann 23.5.1955 sem var líklegast á leiðinni til baka frá New York að fluginu loknu. Nokkuð sjaldséð bréf.
Viðhafnarumslag sem flogið var með fyrsta póst-þyrluflugi á Íslandi árið 1968 (frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur). Umslagið er áritað af þremur stjórnarmeðlimum Landssambands Íslenskra Frímerkjasafnara ásamt flugstjóra þyrlunnar í umræddu flugi.