1939-1945 - Ísland - 242, 248, 249 - Frímerki - Stimplað
Fjögur stimpluð fiskamerki sem öll eru með svokallaðri óalgengri SJÁLFSALATÖKKUN, þ.e. skorin á vinstri og hægri hlið eftir að hafa verið seld úr sjálfsala sem staðsettur var í miðbæ Reykjavíkur. Brúna 5 aura merkið er að mestum líkindum í tökkun C2 (í einstaka tilfellum getur verið erfitt að skilja þá tökkun frá C4 tökkun því hún getur verið mjög misjöfn), 25 aura skærrautt er í tökkun C4, vinstra rauðbrúna 25 aura merkið er í tökkun C2 og síðara rauðrúna merkið er í tökkun C3.