Flugbréf
- Raða eftir: :
1931 - Ísland - 162-164 - Bréf
Einkar skemmtilegt fyrirtækjaumslag frá húsgagnaverslun í Reykjavík sem frímerkt hefur verið með heilu þriggja merkja setti af Zeppelin merkjum og sent með ZEPPELIN loftfarinu Graf Zeppelin frá Reykjavík til Þýskalands og svo áfram með venjulegum flugpósti til Danmerkur. Umslagið svo endursent til Íslands með ýmsum merkingum á báðum hliðum.
- Lot: 64162
ISK 44.000,00
Fjöldi boða: 10
Selt
1931 - Ísland - Bréf
Áhugavert, rétt frímerkt ábyrgðarbréf með einu 30 aura ásamt einu 2 kr frímerkjum með Zeppelin yfirprentun, sent með Íslandsflugi Graf Zeppelin til Kaupmannahafnar árið 1931. Bréfið áframsent til Austurríkis (að öllum líkindum með venjulegum pósti og flugpóstmiðinn því kroppaður af fyrir þann hluta ferðarinnar). Allir tilheyrandi stimplar á bréfinu.
- Lot: 64169
ISK 14.000,00
Fjöldi boða: 1
Selt
ISK 2.800,00
1955 - Ísland - Bréf
Flugbréf frá Luxembourg sent með fyrsta flugi Icelandic Airlines Loftleiðir leiðina: LUXEMBOURG-REYKJAVÍK-NEW YORK árið 1955. Bréfið móttökustimplað á Íslandi þann 23.5.1955 sem var líklegast á leiðinni til baka frá New York að fluginu loknu. Nokkuð sjaldséð bréf.
- Lot: 64173
ISK 2.500,00
1979 - Ísland - 555, 569 - Bréf
Minningarumslag um björgunarleiðangur vegna Northrop sjóflugvélar frá WW2 í Þjórsá. Frímerkt og stimplað á Íslandi með tilvísan í björgun flaksins, svipað gert í Noregi þar sem vélin var hluti norskrar flugherssveitar og flogið af norskum flugmanni og að lokum einnig frímerkt og stimplað í Bandaríkjunum þar sem vélin var í framhaldinu gerð upp.
- Lot: 64166
ISK 3.000,00
Fjöldi boða: 2
Selt