Sérstakur myndavélstimpill frá árinu 1995 (Hafnarfjörður) til kynningar á Heimsmeistaramótinu í Handknattleik sem fram fór í Reykjavík sama ár á stuttu bréfi.
Afar Sjaldséð - BURÐARGJALD GREITT MEÐ SMS-KÓÐA. Fallegt lítið jólabréf frá árinu 2014 með 5 tölustafa sms-kóða til greiðslu burðargjalds í efra hægra horni.
1937 25 ára Ríkisstjórnarafmæli Kristjáns konungs tíunda, sett með þremur merkjum á “almúga fyrstadagsumslagi” sem stimplað er 15. maí eða einum degi eftir að merkin í raun komu út (í stað 14. maí).
Fallegt fyrstadagsumslag (FDC) með Jóns Sigurðssonar útgáfunni frá árinu 1944. Bréfið sent frá Þingvöllum með ábyrgðarpósti til Svíþjóðar, breskur ritskoðunarstimpill á framhlið. (ÞINGVELLIR / THINGVELLIR)