Fjórblokkir
- Raða eftir: :
1907 - Ísland - 88v - Frímerki - Óstimplað (óhengt)
1907. Tvíkóngar, 1 kr. merki í fjórblokk þar sem efra vinstra merkið er með afbrigði: “LANGT BLÁTT STRIK Í VINSTRA MEGIN Í EFRI JAÐRI„. Afbrigði þetta kemur fyrir í merki nr. 37 í örkinni. Facit nr. 88v. Facit verð ca 36.000 ISK. Blokkin er óstimpluð og ÓHENGD. SJÁ STÆKKAÐA MYND.
- Lot: A550011
Verð ISK 6.500,00
1911 - Ísland - 113 - Frímerki - Óstimplað (óhengt)
ÓHENGD hornfjórblokk af 25 aura Jóni Sigurdssyni. Falleg, ÓHENGD fjórblokk af 25 aura Jóns Sigurðssonar merki frá 1911 með arkarjaðri úr efra hægra horni. Það sem gerir blokkina einkar áhugaverða og skemmtilega er hversu mikil blæðing litar hefur orðið hálsi og upp á eyru sjálfstæðishetjunnar okkar blessaðrar, einning má sjá krókódílatár í augnkvarmi. Alls ekki eins algengt og menn gætu haldið og hvað þá í svo fallegri fjórblokk.
- Lot: A503242
Verð ISK 8.500,00
1939 - Ísland - 216 - Frímerki - Óstimplað (óhengt)
1939. Matthías Jochumsson, 5 aura yfirprentun á 35 aura merki í sexblokk með jaðri úr neðra vinstra horni (merki nr. 71-72, 81-82 og 91-92 í örk). Efsta merkið til vinstri (merki nr. 71 í örk) með afbrigði: “SVART STRIK Í VINSTRI JAÐRI ÁSAMT BLEKKLESSU TIL VINSTRI VIÐ TÖLUSTAFINN 5„ sem orsakast hefur af fleyg sem halda átti yfirprentunarstílnum á sínum stað (festingu). Afbrigðið virðist vera gegnumgangandi allavega í talsverðum hluta yfirprentunarupplagsins. Facit nr. 216. Blokkin er óstimpluð og ÓHENGD.
- Lot: A550008
Verð ISK 3.800,00