1946 - Ísland - Bréf
Skemmtilegt flugpóstbréf sent til Belgíu í janúar árið 1946. Bréfið sent í gegnum London þar sem það hefur verið slegið með stimplinum O.A.T. í rauðum lit (Onward Air Transmission) sem sleginn var á efsta bréf í hverju búnti slíkra bréfa til að gefa til kynna að bréfin í búntinu skyldu halda áfram í flugpósti. Burðargjald bréfsins hefur verið greitt með sjaldséðum frímerkingarstimpli Heklu h.f. með auglýsingu fyrirtækisins í rauðu bleki. Bréfið sem er afar vel varðveitt kemur uppsett á sýningarsíðu með prentuðum upplýsingum sem það varða.
Ekki er hægt að bjóða lengur.
Lokið | 28.7.2024 17:22:19 |
Vinnandi boð: | ISK 22.000,00 |
Sjá boðsögu: | 5 boð |
Sendingarkostnaður (20 gram)
Sótt eða sent með eldri pöntun: ISK 0,00
Lot: 63103 (A401040)