1902-1903 - Ísland - TJ17v1 - Frímerki - Óstimplað (óhengt)

AFAR SJALDSÉÐ fíntakkað 10 aura Þjónustu Í Gildi merki í tökkun 14 með afbrigðinu „Í vantar fyrir framan Gildi“ í efri röð yfirprentanarinnar. Merkið er ÓHENGT og því fylgir vottorð frá Lasse Nielsen. Í lýsingu merkisins þegar það var selt á uppboði erlendis fyrir nokkrum árum var þess getið að merki þetta væri aðeins þriðja eintakið með þessu afbrigði. Facit verðlistaverðið fyrir HENGD EINTÖK er ca 156.000 ISK sem gerir merkið að langdýrasta afbrigðinu meðal þjónustumerkja með Í Gildi yfirprentun. Merkið er úr safni Johnny Pernerfors heitins.

Ekki er hægt að bjóða lengur.
Lokið 28.7.2024 15:30:06
Vinnandi boð: ISK 331.000,00
Sjá boðsögu: 28 boð
Sendingarkostnaður (21 gram)

Sótt eða sent með eldri pöntun: ISK 0,00

Lot: 6637 (A590001)