Þrettán mismunandi stimpluð auramerki (6 stk í tökkun 14 og 7 stk í tökkun 13). Með nokkuð léttum stimplum og í fínum gæðum. Facit ca 32.000 ISK ef talin er ódýrusta prentun af hverju merki.
Sjaldséð stimplað 3 aura Í Gildi merki í tökkun 13 (litlir 3). Staðsetning 26 í yfirprentunarprentplötunni í satsa V skvt uppl. frá Þorvaldi Þórssyni (Olla). Facit ca 65.000 ISK.
Sérvalið, mjög fallegt heilt stimplað sett af Kristjáns IX útgáfunni frá árunum 1902-04. Passað hefur verið upp á að velja einungis merki í góðri miðjun sem einnig eru snyrtilega hornstimpluð.. Facit ca 39.000 ISK.