Einkar skemmtilegt EKTA NOTAÐ snifsi með ellefu 10 kr Alþingishátíðarmerkjum stimpluðum með Reykjavíkurstimpli. Eftir því sem við vitum best er engin ekta gengin, ófílatelistísk notkun þekkt af þessu verðgildi (á heilu bréfi).
Flugbréf sent frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, frímerkt með tveimur 15 aura Alþingishátíðar flugmerkjum. Bréfið móttökustimplað á Seyðisfirði 10.VII.30.
Sérprentað minningarkort um komu Lindberghhjónanna til Íslands árið 1933, stimplað í Reykjavík Á MEÐAN þau dvöldust þar (þann 17. ágúst). Kortið frímerkt með íslenskum frímerkjum og sent til Bandaríkjanna.