Alþingishátíðarflugmerkin, heilt sett á FYRSTADAGSUMSLAGI sent sem ábyrgðarbréf frá Reykjavík til Bretlands 1.6.1930. Komustimplað á bakhlið. Sjaldséð umslag.
Lot: 63082
ISK 53.000,00
Fjöldi boða: 9
Selt
1947 - Ísland - 274-279 - Bréf
Flugmerki útgefin 1947, heilt sett á fyrstadagsumslagi stimplað KEFLAVÍK-FLUGVÖLLUR.
Lot: 63083
ISK 5.500,00
Fjöldi boða: 3
Selt
1952 - Ísland - 312-314 - Bréf
Mjög fallega myndskreytt fyrstadagsumslag með Jöklaflugsútgáfunni frá 2.5.1952.
Lot: 63084
ISK 2.200,00
Fjöldi boða: 1
Selt
1978 - Ísland - Bréf
Fyrstadagsumslag frá 1978 með eiginhandaráritun handhafa flugmannsskírteinis nr. 1 á Íslandi.
Lot: 63086
ISK 3.300,00
Fjöldi boða: 2
Selt
1935 - Ísland - 154, 208 - Bréf
Töluvert sjaldséð póstkvittun frá árinu 1935 sem vottar greiðslu innflutningsfyrirtækis á aðflutningsgjöldum fyrir 2 böggla, 2 kr vörutoll (1 kr lágmarksgjald fyrir hvorn böggul) ásamt 80 aura tollmeðferðargjaldi. Tvö 1 kr flugfrímerki ásamt tveimur 40 aura Kristjáns X frímerki límd á bakhlið kvittunarinnar og tvö merkjanna stimpluð með Tollstimpli á meðan hin tvö merkin hafa verið stimpluð með Reykjavíkur-brúarstimpli þeim er notaður var á Tollpóststofunni á þessum tíma.
Lot: 63087
ISK 20.000,00
Fjöldi boða: 5
Selt
1928 - Ísland - 160 - Bréf
Fyrirtækjaumslag sent með fyrsta flugi AKUREYRI - REYKJAVÍK þann 5. júní 1928. Í eitt horn umslagsins hefur verið ritað: pr „Súlan“.
Lot: 63088
ISK 27.000,00
Fjöldi boða: 16
Selt
1929 - Ísland - 161.. - Bréf
Ekta Flugpóstbréf frímerkt með pari af 50 aura Flugmerkjum (flugvélryfirprentun) sent með ábyrgðarpósti: SIGLUFJÖRÐUR - REYKJAVÍK. Merkin stimpluð með Siglufjarðarstimpli 4.7.1929 og bréfið svo móttökustimplað á bakhlið í Reykjavík SAMA DAG.
Lot: 63089
ISK 12.000,00
Fjöldi boða: 1
Selt
1934 - Ísland - 204.. - Bréf
Bréf sent með flugpóstmiða í ábyrgð frá Reykjavík þann 1 nóvember árið 1934, frímerkt með fjórum mismunandi verðgildum af þá nýútgefnum Flugfrímerkjum. Bréfið sent til Þýskalands, leiðarstimplað á flugvellinum í Berlín þann 8 nóvember og svo loks móttökustimplað í Nürnberg tveimur tímum síðar (sama dag). Það sem er áhugavert er að bréfið virðist ekki hafa verið leiðarstimplað við komuna eftir skipsferðina til meginlandsins áður en það var svo sent áleiðis til Þýskalands með flugpósti eins og venjan var.
Lot: 63090
ISK 4.500,00
Fjöldi boða: 1
Selt
1938 - Ísland - 205, 208 - Bréf
Skemmtilegt peningabréf frá árinu 1938, frímerkt með stöku 1 kr merki ásamt þremur 20 aura merkjum úr hinni fallegu flugmerkjaútgáfu frá árinu 1934. Bréfið sent frá Reykjavík til FLÖGU Í V-Skaft.
Lot: 63091
ISK 22.000,00
Fjöldi boða: 2
Selt
1949 - Ísland - 246 - Bréf
Flugpóstbréf sent til Danmerkur árið 1949 með með nokkuð óvenjulegri frímerkingu 1 krónu burðargjaldsins, þ.e. tíu stykki af gráa 10 aura Fiskamerkinu.
Lot: 63092
ISK 1.600,00
Fjöldi boða: 1
Selt
1948 - Ísland - 264 - Bréf
Luggage tag franked with 5.70 kr in Icelandic stamps (incl. 5 kr Karlsefni in perf 11 1/2), cancelled KEFLAVÍK FLUGVÖLLUR 9.9.48. The tag seems to have been used in a similar manner as a sort of a parcel card, attached to a small package (presumably the small package was being sent as a letter). An interesting factor is that the sender seems to have been an employee of LOCKHEED that ran the airport at Keflavik for some years, starting from 1948 onwards.
Lot: 63093
ISK 7.600,00
Fjöldi boða: 5
Selt
1951 - Ísland - 277.. - Bréf
Fallegt flugpóstbréf sent til Bandaríkjanna árið 1951 með skemmtilegri frímerkingu þar sem m.a. má finna 1 og 2 kr flugmerkin fallegu frá árinu 1947.
Lot: 63094
ISK 2.000,00
Fjöldi boða: 1
Selt
1952 - Ísland - 312 - Bréf
Snyrtilegt og fallegt póstkort sent með flugpósti til Þýskalands með óvenjulegri frímerkingu, m.a. 1,80 kr Jöklaflugsmerki sem ekki sést oft á bréfum.
Lot: 63095
ISK 1.800,00
Fjöldi boða: 1
Selt
1954 - Ísland - 314 - Bréf
Flugpóstbréf sent til Bandaríkjanna frá ÍSAFIRÐI árið 1954, bréfið frímerkt með stöku eintaki af 3,30 Jöklaflugsmerkinu sem er sjaldséð á bréfi.
Lot: 63096
ISK 2.800,00
Fjöldi boða: 4
Selt
1968 - Ísland - 425.. - Bréf
Flugpóstbréf sent til Kanada árið 1968, frímerkt m.a. með 3,50 kr + 50 aura hjálparmerki með mynd af rjúpu frá árinu 1965 sem er ansi óvenjulegt á bréfi. Bréfið endursent til Íslands með merkingum á báðum hliðum.
Lot: 63099
ISK 2.000,00
Fjöldi boða: -
Selt
1970 - Ísland - 435.. - Bréf
Fallegt peningabréf með tryggingu upp á 20.000 íslenskar krónur sent til Svíþjóðar árið 1970. Bréfið er m.a. frímerkt með 50 kr Fjallkonumerki frá árinu 1965 sem er sjaldséð á bréfi. Fimm lakkinnsigli á bakhlið bréfsins.
Lot: 63100
ISK 2.700,00
Fjöldi boða: 2
Selt
1970 - Ísland - 486 - Bréf
VENEZÚELA. Póstkort sent með flugpósti frá Reykjavík til Caracas í Venezúela árið 1971, sjaldséður áfangastaður fyrir póst frá Íslandi.
Lot: 63101
ISK 2.400,00
Fjöldi boða: 2
Selt
1987 - Ísland - 667 - Bréf
Scarcely seen modern wrapper sent by Airmail from DALVÍK to Copenhagen in 1987. The address crossed out and return markings and label applied prior to return back to Iceland.
Lot: 63102
ISK 1.800,00
Fjöldi boða: 1
Selt
1946 - Ísland - Bréf
Skemmtilegt flugpóstbréf sent til Belgíu í janúar árið 1946. Bréfið sent í gegnum London þar sem það hefur verið slegið með stimplinum O.A.T. í rauðum lit (Onward Air Transmission) sem sleginn var á efsta bréf í hverju búnti slíkra bréfa til að gefa til kynna að bréfin í búntinu skyldu halda áfram í flugpósti. Burðargjald bréfsins hefur verið greitt með sjaldséðum frímerkingarstimpli Heklu h.f. með auglýsingu fyrirtækisins í rauðu bleki. Bréfið sem er afar vel varðveitt kemur uppsett á sýningarsíðu með prentuðum upplýsingum sem það varða.
Lot: 63103
ISK 22.000,00
Fjöldi boða: 5
Selt
1948 - Ísland - Bréf
Sjaldséð flugpóstbréf sent til Sviss maí 1945. Bréfið hefur verið stimplað með rauðum O.A.T. stimpli í London (stimpillinn merkir að bréfið eigi að flytjast áfram með flugpósti og var einungis sleginn á efsta bréf í hverju bréfabúnti af slíkum pósti).
Lot: 63104
ISK 10.000,00
Fjöldi boða: 2
Selt
1948 - Ísland - Bréf
Flugpóstbréf sent með ábyrgðarpósti til Bandaríkjanna 1948 frímerkt m.a. með 75 aura og 2 kr merkjum úr flugmerkjaútgáfunni frá árinu 1947 sem eru alls ekki algeng á fallegum bréfum. Einnig fallegur flugpóstmiði.